Grátt fremst rautt svo

Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Monza.
Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Monza. AFP

Lewis Hamilton var í þessu að vinna ráspól ítalska kappakstursins í Monza, hálfri sekúndu á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg. Var þetta 56. ráspóll Hamiltons.

Hamilton hafði umtalsverða yfirburði í tímatökunum rétt eins og seinni æfingunni í gær og þeirri í morgun. Var hann hálfri sekúndu fljótari en Rosberg í lokalotu tímatökunnar.

Það verða sem sagt silfurgráu Mercedesörvarnar sem hefja keppni á morgun af fremstu rásröð en á þeirri næstu verða Ferrarimennirnir Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen á skarlatsrauðu keppnisfákum sínum.

Í sætum fimm til tíu urðu - í þessari röð - Valtteri Bottas hjá Williams, Daniel Ricciardo og Max Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez og Nico Hülkenberg hjá Force India og Esteban Gutierrez hjá Haas. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert