Bottas stælir sig á ströndinni

Bottas tekur þrekæfingu á ströndinni.
Bottas tekur þrekæfingu á ströndinni. Twitter.com/ValtteriBottas

Ökumenn formúlu-1 geta sjaldnast slakað á. Milli þess sem þeir aka bílum sínum á æfingum og í keppni þurfa þeir að halda sér í góðri æfingu til að standast álagið sem aksturinn setur á líkamsþrekið.

Það sem auðveldar þeim erfiðið er að ökumennirnir geta sjálfir valið meira og minna hvar þeir stæla skrokkinn og hvenær.

Myndin var tekin af Bottas í Ástralíu um helgina en þar hefur hann dvalist og undirbúið sig fyrir kínverska kappaksturinn, sem fram fer sunnudaginn 9. apríl næstkomandi. Þetta er eins og í paradís fyrir íþróttamann að vera.

Bottas keppir fyrir nýtt lið í ár, Mercedes, og varð í þriðja sæti í Melbourne fyrir viku, í fyrsta kappakstri ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert