Tryggja keppni á morgun

Tryggt verður að kappaksturinn geti farið fram í Sjanghæ á …
Tryggt verður að kappaksturinn geti farið fram í Sjanghæ á morgun. Hér er Kimi Räikkönen á ferð í brautinni í morgun. AFP

Gripið hefur verið til ráðstafana til að tryggja að kínverski kappaksturinn geti farið fram á morgun þótt veðurútlit sé dökkt. 

Æfingar gærdagsins fóru forgörðum þar sem þær voru stöðvaðar og loks flautaðar af þar sem lágskýjað var og útilokað fyrir sjúkraþyrlu mótsins að athafna sig svo öruggt teldist. Meðal annars var ókleift að fljúga til sjúkrahúss kappakstursins sem er í 38 km fjarlægð frá brautinni.

Í dag hefur verið gengið þannig frá málum að lögregla mun fylgja sjúkrabílum á leiðarenda og tryggja honum greiða för alla leið á spítalann ef til slyss kemur  í kappakstrinum.

Þá hafa líka verið gerðar ráðstafanir til að flytja tæki fyrir taugaskurðlækna á spítala sem er í aðeins 5 km fjarlægð, en á honum er engin taugaskurðlækningadeild starfrækt.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert