Räikkönen á methraða í Spa

Kimi Räikkönen í Rauðavatnsbrekkunni ða lokaæfingunni í Spa.
Kimi Räikkönen í Rauðavatnsbrekkunni ða lokaæfingunni í Spa. AFP

Kimi Räikkönen hjá Ferrari ók hraðast á lokaæfingunno fyrir tímatöku belgíska kappakstursins í Spa. Aldrei í sögunni hefur hringurinn í Spa verið ekinn á betri tíma en Räikkönen náði í dag.

Besti hringur Räikkönen mældist á 1:43,916 mínútum Í öðru sæti á lista yfir hröðustu hringi var liðsfélagi hans Sebastian Vettel (1:44,113) sem var einum þúsundasta úr sekúndu á undan Lewis Hamilton (1:44,114) hjá Mercedes.

Í fjórða sæti á lista yfir hröðustu hringi var Max Verstappen (1:45,034) hjá Red Bull en hann var sekúndu lengur með hringinn en Hamilton.

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Valtteri Bottas (1:45,230) hjá Mercedes, Daniel Ricciardo (1:45,286) hjá Red Bull, Jolyon Palmer (1:45,491) hjá Renault, Sergio Perez (1:45,857) hjá Force India, Carlos Sainz (1:45,942) hjá Toro  Rosso og Fernando Alonso (1:46,060) hjá McLaren en hann var rúmum tveimur sekúndum lengur með sinn besta hring en Räikkönen. 

Alonso var svo aðeins fjórum þúsundustu úr sekúndu á undan Nico Hülkenberg hjá Renault og rúmlega tíunda úr sekúndu á undan Esteban Ocon hjá Force India og Romain Grosjean hjá Haas. Útlit er því fyrir harða keppni ekki aðeins um ráspólinn heldur og verður slagur milli margra liða um að komast í hóp 10 fremstu á rásmarki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert