Hermann og Jóhannes Karl ekki með gegn Spánverjum

Hermann Hreiðarsson sem hér faðmar Hjálmar Jónsson er meiddur og …
Hermann Hreiðarsson sem hér faðmar Hjálmar Jónsson er meiddur og spilar ekki gegn Spánverjum. Reuters

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari í knattspyrnu hefur þurft að gera tvær breytingar á landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Spánverjum sem fram fer á Mallorca á miðvikudaginn í næstu viku. Hermann Hreiðarsson er meiddur og Jóhannes Karl Guðjónsson á ekki heimangengt þar sem eiginkona hans á vorn á barni. Í stað þeirra hefur Eyjólfur valið Indriða Sigurðsson, Lyn, og Hólmar Örn Rúnarsson, Silkeborg, sem er nýliði í landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert