Gríðarleg vonbrigði að fara í leikbann

Eiður Smári
Eiður Smári Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Það eru gríðarleg vonbrigði að fara í leikbann og spila ekki á móti Svíum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska liðsins, en hann fékk sitt annað gula spjald í keppninni og verður því í banni á miðvikudaginn þegar leikið verður í Stokkhólmi.

Eiður Smári sagðist ekki hafa mótmælt rangstöðudóminum. „Dómarinn ætlaði ekkert að spjalda mig, en þá fóru leikmenn þeirra að biðja um spjald og þá dró hann það upp. Miðað við allar tæklingarnar og brotin sem hann hafði ekki spjaldað á í leiknum fannst mér þetta léttvægt. Ég sagði ekki orð við hann eftir að hann dæmdi rangstöðuna, það var ekki fyrr en eftir að hann gaf mér spjaldið sem ég lét í mér heyra,“ sagði landsliðsfyrirliðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert