Eto'o ekkert á förum

Samuel Eto'o framherji Barcelona.
Samuel Eto'o framherji Barcelona. Reuters

Kamerúnski framherjinn Samuel Eto'o vísar á bug þeim sögusögnum að hann sé á leið frá Barcelona til Evrópumeistara AC Milan. Hann segist mjög spenntur fyrir næstu leiktíð en nýliðið tímabil var ekki ekki gott hjá Barcelona en því tókst hvorki að verja Evrópumeistaratitilinn né Spánarmeistaratitilinn.

,,Allt tal um AC Milan er búið. Laporta forseti og stjórnin hafa sagt að ég verði um kyrrt og ég hef alltaf sagt við þá að ég aldrei hugsað um að fara frá liðinu. Ég er mjög spenntur fyrir næstu leiktíð," sagði Eto'o við spænska fjölmiðla í dag.

Nýr framherji bætist í hóp Börsunga eftir helgi en Frakkinn Thierry Henry skrifar þá undir fjögurra ára samning við Katalóníuliðið og honum er ætlað að koma Börsungum á sigurbraut á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert