Keflavík mætir Midtjylland og KR liði Häcken

Kefvíkingar drógust gegn danska liðinu Midtjylland í UEFA-bikarnum.
Kefvíkingar drógust gegn danska liðinu Midtjylland í UEFA-bikarnum.

Bikarmeistarar Keflvíkinga mæta danska liðinu Midtjylland í 1. umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu og KR-ingar drógust gegn sænska liðinu Häcken, sem Ari Freyr Skúlason, fyrrum leikmaður Vals leikur með.

Keflavík á fyrri leikinn gegn Midtjylland í Danmörku sem fram fer 19. júlí en síðari leikurinn í Keflavík þann 2. ágúst. Midtjylland varð í öðru sæti í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Häcken féll úr sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið er í fimmta sæti í 2. deildinni með 17 stig eftir 12 leiki en Norrköping, sem þeir Garðar Gunnlaugsson og Stefán Þórðarson leika með, er í efsta sætinu með 31 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert