Davíð nýliði í landsliðinu og Helgi valinn á ný

Davíð Þór Viðarsson er í landsliðshópnum í fyrsta skipti.
Davíð Þór Viðarsson er í landsliðshópnum í fyrsta skipti. Skapti Hallgrímsson

Davíð Þór Viðarsson úr FH er nýliði í íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem mætir Kanada í vináttulandsleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 22. ágúst en hópurinn var tilkynntur nú í hádeginu. Ragnar Sigurðsson frá IFK Gautaborg hefur heldur ekki leikið landsleik en hefur verið í hópnum áður. Helgi Sigurðsson úr Val er í liðinu á ný, sem og félagi hans úr Val, Baldur Aðalsteinsson, og Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis.

Eyjólfur Sverrisson valdi 18 leikmenn fyrir leikinn og þeir eru eftirtaldir:

Daði Lárusson, FH
Fjalar Þorgeirsson, Fylki
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Brynjar Björn Gunnarsson, Reading
Helgi Sigurðsson, Val
Jóhannes Karl Guðjónsson, Burnley
Ívar Ingimarsson, Reading
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Grétar Rafn Steinsson, AZ Alkmaar
Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk
Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg
Kári Árnason, AGF
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Hannover
Emil Hallfreðsson, Reggina
Matthías Guðmundsson, FH
Baldur Aðalsteinsson, Val
Davíð Þór Viðarsson, FH
Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert