Stolt og barátta eru aðalatriðin gegn Kanada

„Það er gríðarlega mikilvægt að leikmenn íslenska landsliðsins sýni að þeir séu tilbúnir að leggja sig fram og sýni þjóðinni að þeir séu stoltir af því að leika fyrir Íslands hönd,“ segir Eyjólfur Sverrisson þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu en Ísland leikur vináttulandsleik gegn Kanada á Laugardalsvelli í kvöld.

Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði landsliðsins verður ekki með vegna meiðsla en sex leikmenn í átjan manna landsliðshóp leika með íslenskum liðum í Landsbankadeildinni. Leikurinn hefst kl. 18:05 og verður fylgst með gangi mála í textalýsingu á mbl.is.

Næstu landsleikir Íslands:

8. september, Ísland - Spánn, Evrópukeppni.

12. september, Ísland - Norður-Írland, Evrópukeppni.

13. október, Ísland - Lettland, Evrópukeppni.

17. október, Liechtenstein - Ísland, Evrópukeppni.

21. nóvember, Danmörk - Ísland, Evrópukeppni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert