Aftur stórsigur hjá U17 ára kvenna

Íslenska landsliði í knattspyrnu, U17 ara kvenna, vann Slóveníu 5:0 í undankeppni EM. Andrea Ýr Gústavsdóttir gerði fyrsta markið á 20. mínútu og síðan tók Dagný Brynjarsdóttir við með þremur mörkum, á 59., 73. og 74. mínútu og Sara Atladóttir bætti fimmta markinu við mínútu síðar. Í fyrradag unnu stelpurnar fyrsta leikinn 7:1 þannig að þær standa vel að vígi í riðlinum og mæta Úkraínu á föstudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert