Vilja halda Þorvaldi

Þorvaldur Örlygsson er þjálfari Fjarðarbyggðar.
Þorvaldur Örlygsson er þjálfari Fjarðarbyggðar.

,,Það er eindreginn vilji hjá okkur til að halda Þorvaldi. Það ríkir mikil ánægja með störf hans og við viljum endilega að hann verði hjá okkur áfram," sagði Hermann Kristinn Hreinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fjarðabyggðar, við Morgunblaðið í gær.

Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi atvinnumaður, tók við þjálfun Fjarðabyggðar fyrir tímabilið eftir að hann sagði skilið við KA-menn og undir hans stjórn hafnaði Austfjarðaliðið í fimmta sæti eftir að hafa verið í baráttu efstu liða lengi fram eftir móti. Þorvaldur gerði 2ja ára samning en í honum var endurskoðunarákvæði eins og tíðkast. ,,Við erum virkilega ánægðir með árangurinn. Við höfðum litlum hópi á að skipa en strákarnir stóðu sig virkilega vel," sagði Hermann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert