Yfirlýsing frá Gunnari Gylfasyni

Gunnar Gylfason.
Gunnar Gylfason. mbl.is

Gunnar Gylfason, FIFA aðstoðardómari, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna aviks sem átt sér stað í leik Everton og Zenit í UEFA-bikarnum. Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn en Gunnar Gylfason og Sigurður Óli Þórleifsson voru honum til aðstoðar.


Yfirlýsing Gunnars er svohljóðandi: ,,Samkvæmt reglum UEFA er dómurum óheimilt að tjá sig við fjölmiðla um þá leiki sem þeir dæma á vegum þeirra. Ég tel mig hins vegar knúinn til þess að leiðrétta misskilning sem hefur orðið vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum eftir leik Everton og Zenit Petersburg 5. desember s.l. Á 30. mínútu leiksins tók Kristinn þá ákvörðun að dæma vítaspyrnu á Zenit þegar undirritaður gaf merki um hornspyrnu.“

Virðingarfyllst
Gunnar Gylfason

FIFA aðstoðardómari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert