Loksins hrökk Barcelona í gang

Eiður Smári Guðjohnsen á fullri ferð.
Eiður Smári Guðjohnsen á fullri ferð. AP

Leikmenn Barcelona hrukku heldur betur í gang í dag þegar liðið burstaði Valencia 6:0 í spænska boltanum. Thierry Henry og Bojan Krkic skoruðu báðir tvö mörk, Lionel Messi skoraði úr vítaspyrnu og Xavi gerði eitt.

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður hjá Barcelona á 78. mínútu fyrir Deco.

Leikmönnum Barcelona hefur gengið illa að skora mörk upp á síðkastið en svo virðist sem allar flóðgáttir hafi opnast að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert