Tilboði Barcelona í Arshavin hafnað

Andrey Arshavin.
Andrey Arshavin. Reuters

Rússneska knattspyrnuliðið Zenit St. Petersburg hefur hafnað tilboði frá Barcelona upp á 15 milljónir evra í sóknartengiliðinn Andrey Arshavin.

„Okkur fannst tilboðið ekki nógu gott og slitum því samningaviðræðum,“ segir á vefsíðu rússneska félagsins. „Það hafa ekki borist tilboð frá öðrum liðum á okkar borð í Arshavin, þannig það er ekkert í kortunum að hann sé á leið frá okkar liði. Að minnsta kosti ekki að okkar hálfu á þessari stundu.“

Hollenski þjálfarinn Dick Advocaat sem þjálfar Zenit hefur gefið það út að hann neiti að nota Arshavin þar til hann hefur gert upp hug sinn með framtíð sína. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert