Síðasti Brasilíumaðurinn á förum frá ÍBV

Italo Jorge Maciel hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV.
Italo Jorge Maciel hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Eyjafréttir.

Italo Jorge Maciel, brasilíumaðuirnn í liði ÍBV, leikur sinn síðasta leik með liðinu á fimmtudaginn þegar liðið mætir Leikni. Frá þessu er greint í Eyjafréttum.

Þar segir að persónulegar ástæður séu fyrir brotthvarfi hans, en veikindi munu hafa komið upp hjá fjölskyldu hans í Brasilíu og fór hann utan fyrr í sumar, en kom aftur.

Þrír brasilískir leikmann komu til ÍBV fyrir tímabilið en Italo er sá eini sem var eftir og verða Eyjamenn því án brasilíumanna það sem eftir er sumars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert