Valsmenn töpuðu, 2:0, í Hvíta-Rússlandi

Willum Þór Þórsson þjálfari Vals sá sína menn tapa í …
Willum Þór Þórsson þjálfari Vals sá sína menn tapa í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Íslandsmeistarar Vals töpuðu, 2:0, fyrir BATE Borisov í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en liðin áttust við í Hvíta-Rússlandi í dag.

Mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins og skoraði Gennadi Bliznyuk bæði mörkin, á 73. og 78. mínútu, en þessi sami leikmaður skoraði eitt af mörkum BATE þegar liðið lagði FH-inga í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra.

Síðari leikur Vals og BATE fer fram á Vodafone-vellinum eftir viku en liðið sem kemst áfram mætir belgíska liðinu Anderlecht.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert