Frábær íslenskur dúett

VEIGAR Páll Gunnarsson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk, undrast að vera …
VEIGAR Páll Gunnarsson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk, undrast að vera ekki í íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Ómar Óskarsson

Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Stabæk sem lagði Strömsgodset að velli, 4:1, í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær. Bæði mörk Veigars voru skoruð eftir sendingar frá Pálma Rafni Pálmasyni sem nýlega gekk til liðs við Stabæk.

„Ég er í hörkuformi þessa dagana. Það verður að segjast eins og er að þetta leit ekkert vel út hjá okkur í byrjun. Við lentum undir, 1:0, en rúlluðum svo bara yfir þá í seinni hálfleik. Við settum í fluggírinn og ég skoraði þarna síðustu tvö mörkin eftir sendingar frá Pálma. Þetta er sérstaklega gaman fyrir Pálma sem kemst fyrir vikið í blöðin og fær fína umfjöllun,“ sagði Veigar Páll við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Gott ef Ólafur hefði samband

Þrátt fyrir að Veigar Páll hafi leikið gríðarlega vel að undanförnu virðist hann ekki eiga upp á pallborðið hjá íslenska landsliðsþjálfaranum, Ólafi Jóhannessyni. „Miðað við hvernig ég hef spilað síðasta ár þá finnst mér persónulega að ég eigi skilið að vera í landsliðshópnum. Það væri samt gott ef Ólafur hefði samband og segði mér af hverju ég er ekki valinn.

Nánar er rætt við Veigar Pál í íþróttablaðiMorgunblaðsins sem kom út í morgun og er að vanda sneisafullt af lesefni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert