Heiðar Helguson í landsliðinu

Heiðar Helguson er kominn í landsliðið á ný.
Heiðar Helguson er kominn í landsliðið á ný. mbl.is/Brynjar Gauti

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í knattspyrnu tilkynnti nú í hádeginu 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leiki Íslands við Noreg og Skotland í undankeppni HM sem fram fara 6. og 10. september. Veigar Páll Gunnarsson er á ný í landsliðshópi Íslands og þá er Heiðar Helguson einnig kominn í landsliðið á nýjan leik, en hann hafði gefið út fyrir fáum árum að hann væri hættur með landsliðinu og hefur ekki leikið með landsliðinu síðan árið 2006.

„Ég hafði samband við Heiðar fyrir nokkru síðan og bað hann um að endurskoða hug sinn varðandi landsliðið. Hann hafði svo samband við mig núna nýlega og sagðist vera klár í slaginn á nýjan leik. Það er mikill styrkur að fá hann aftur inn í landsliðið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. Hann sagði jafnframt að það væri vel raunhæft að krækja í stig gegn Norðmönnum í Noregi.

Markverðir:
Kjartan Sturluson, Valur
Stefán Logi Magnússon, KR

Varnarmenn:
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Indriði Sigurðsson, Lyn
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Grétar Rafn Steinsson, Bolton
Ragnar Sigurðsson, Gautaborg
Birkir Már Sævarsson, Brann
Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur

Miðjumenn:
Stéfan Gíslason, Bröndby
Emil Hallfreðsson, Reggina
Ólafur Ingi Skúlason, Helsingborg
Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk
Theódór Elmar Bjarnason, Lyn
Davíð Þór Viðarsson, FH
Aron Einar Gunnarsson, Coventry
Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík

Sóknarmenn:
Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona
Heiðar Helguson, Bolton
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Esbjerg
Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk
Stefán Þór Þórðarson, ÍA

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. mbl.is/Árni Sæberg
Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert