Ljóst hvaða lið fara upp í 2. deild

Ísfirðingar leika í 2. deild að ári í sameinuðu liði …
Ísfirðingar leika í 2. deild að ári í sameinuðu liði BÍ og Bolungarvíkur. mbl.is/Ómar

Hamrarnir/Vinir og BÍ/Bolungarvík tryggðu sér í dag sæti í 2. deild karla í knattspyrnu. Hamrarnir/Vinir lögðu Skallagrím að velli í Borgarnesi, 3:1, og samanlagt 5:3, en BÍ/Bolungarvík skellti KV 4:0 í Vesturbænum og vann því samanlagt 8:2.

Lið Hamranna/Vina, sem á rætur að rekja norður á Akureyri, komst því upp í 2. deild á sinni fyrstu leiktíð en félagið varð til við sameiningu Hamranna og Vina sem bæði léku fyrst í 3. deild árið 2006.

Sameinað lið BÍ og Bolungarvíkur hefur að sama skapi ekki leikið ofar en í 3. deild en félagið lék þar fyrst sumarið 2006. Áður spilaði lið KÍB, sem var sameinað lið Bolungarvíkur og Ernis á Ísafirði, í 2. deildinni, síðast árið 2001, og lið BÍ lék í næstefstu deild um áratug áður.

BÍ/Bolungarvík og Hamrarnir/Vinir leika til úrslita um hvort liðið verður krýnt 3. deildarmeistari á sunnudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert