Los Angeles með rétt til að semja við Margréti Láru

Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar marki í landsleik.
Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar marki í landsleik. mbl.is/Carlos Brito

Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir gæti verið á leið til Los Angeles til að leika þar knattspyrnu í nýrri amerískri atvinnudeild á komandi keppnistímabili. Los Angeles fékk í gærkvöld réttinn til að semja við Margréti Láru en þá völdu liðin sjö sem skipa deildina á fyrsta ári fjóra leikmenn hvert úr hópi bestu knattspyrnukvenna heims.

Margrét Lára er nú í Frakklandi með íslenska landsliðinu sem býr sig þar undir stórleikinn í undankeppni EM á laugardaginn.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert