Jóhann Berg til HSV

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.

Þýska stórliðið Hamburger Sportverein hefur boðið Jóhanni Berg Guðmundssyni, leikmanni Breiðabliks, til æfinga með það huga að ganga frá samningi við hann.

Liðið hefur fylgst með Jóhanni í sumar og í gær komu fulltrúar liðsins til landsins til viðræðna við knattspyrnudeild Breiðabliks annars vegar og Jóhann Berg og foreldra hans hins vegar.

Niðurstaðna þeirra viðræðna var að Jóhann heldur til Hamborgar á næstu dögum til æfinga og ef um semst þá gengur Jóhann frá samningi við þetta fræga þýska stórlið í næstu viku.

Forráðamenn Hamburger SV hafa einnig áhuga á Finni Orri Margeirssyni, hinum unga og efnilega varnarmanni Blikaliðsins. Þeir hafa boðið honum að koma til Hamborgar í vetur til að kynna sér aðstæður á staðnum. Þó er ljóst að Finnur Orri mun spila með Blikaliðinu næsta sumar og eru forráðamenn Hamborgar alveg sáttir við það.

Hamborgarliðið er um þessar mundir í efsta sæti þýsku Bundesligunnar. Þess má geta að þjálfari Hamborgar SV er Hollendingurinn Martin Jol sem þjálfaði m.a. Totteham í Englandi og Roda í Hollandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert