Ólafur gerir eina breytingu

Eiður Smári verður að vanda í byrjunarliði Íslands á Laugardalsvelli …
Eiður Smári verður að vanda í byrjunarliði Íslands á Laugardalsvelli kl. 18 í dag. mbl.is/Árni Torfason

Byrjunarlið íslenska landsliðsins í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Makedóníu í undankeppni HM er klárt. Ólafur Jóhannesson þjálfari gerir eina breytingu á liðinu sem tapaði 2:0 fyrir Hollandi um helgina.

Grétar Rafn Steinsson kemur aftur inn í liðið eftir meiðsli í sína stöðu sem hægri bakvörður, en Ragnar Sigurðsson verður á varamannabekknum. FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson var á bekknum í Hollandi en er ekki í leikmannahópnum í leiknum í dag.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson

Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson

Vinstri bakvörður: Indriði Sigurðsson

Miðverðir: Hermann Hreiðarsson og Kristján Örn Sigurðsson

Tengiliðir: Brynjar Björn Gunnarsson og Stefán Gíslason

Sóknartengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen

Hægri kantur: Birkir Már Sævarsson

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Framherji: Veigar Páll Gunnarsson

Varamenn: Árni Gautur Arason, Ragnar Sigurðsson, Theódór Elmar Bjarnason, Bjarni Ólafur Eiríksson, Pálmi Rafn Pálmason, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Smárason.

Leikurinn hefst á Laugardalvelli kl. 18 í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert