Skiptar skoðanir um launalækkun

Launalækkun Ólafs Kristjánssonar er umdeild.
Launalækkun Ólafs Kristjánssonar er umdeild. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íþróttafélögin sitja nú sveitt við að finna út úr hvernig skera megi niður rekstrarkostnað og þar með talinn launakostnað, svo hægt sé að halda íþróttastarfi áfram á óvissutímum í efnahagslífinu.

Breiðablik reið á vaðið á mánudag og tilkynnti um 30% launalækkun hjá Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Breiðabliks í Landsbankadeild karla, og standa nú yfir viðræður við leikmenn liðsins um að gera slíkt hið sama. Morgunblaðið spurði 10 þjálfara í deildinni hvort þeir sæju sér fært að fara sömu leið og Ólafur. Eins og við mátti búast voru svörin misjöfn, en ljóst er að öll félög eru í niðurskurðarhugleiðingum.

Til dæmis verða eflaust mun færri útlendingar á mála hjá félögunum næstu tímabil og þá heyra æfingaferðir til sólarlanda eflaust sögunni til. Á móti kemur að ungir íslenskir leikmenn gætu fengið fleiri tækifæri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert