Moka snjó af Laugardalsvelli

Laugardalsvöllurinn í vetrarbúningi.
Laugardalsvöllurinn í vetrarbúningi. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsmenn Knattspyrnusambands Íslands og fleiri standa í ströngu á Laugardalsvelli þessa stundina en þar er unnið við að moka snjó af vellinum og reyna að koma honum í leikfært ástand fyrir leik Íslands og Írlands í umspili um laust sæti á EM sem fram á að fara á Laugardalsvellinum á morgun.

Það er svo þýski dómarinn Christine Beck sem mun taka ákvörðun á morgun hvort völlurinn verði leikfær en snjór hefur legið yfir vellinum síðustu daga. Verði ekki spilað á morgun mun leiknum verða frestað fram á föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert