Margrét Lára: „Hrikalega stoltar af því að vera Íslendingar“

Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir. Árni Torfason

„Það er bara geðveikt að vera komnar loksins á EM. Fyrir íslensku þjóðina og kvennafótboltann í heild sinni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir leikmaður íslenska landsliðsins eftir 3.0-sigurinn gegn Írum í kvöld í viðtali við RÚV.

„Þetta er toppurinn á öllu sem við höfum upplifað. Það voru rosalega erfiðar aðstæður en við fórum í leikinn með jákvæðu hugarfari á meðan Írarnir voru að tuða yfir aðstæðum í allan dag. Þjálfarinn þeirra var alveg vitlaus. Við erum hrikalega stoltar af því að vera Íslendingar í dag. Og við getum þakkað áhorfendum fyrir stuðninginn. Nú þurfum við að undirbúa okkur vel fyrir næsta sumar. Vera í besta formi lífsins. Kýla á EM og gera það almennilega,“ bætti Margrét Lára við en hún skoraði eitt mark í leiknum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert