Veigar þarf að ná af sér aukakílóum

Veigar Páll er byrjaður að æfa með Nancy, líkt og …
Veigar Páll er byrjaður að æfa með Nancy, líkt og Albert Guðmundsson gerði hér á árum áður. Morgunblaðið/ Ómar

Veigar Páll Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hóf æfingar með sínu nýja félagi, Nancy, á mánudaginn.

Til stóð að hann yrði kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins á heimaleik liðsins gegn Nice á laugardagskvöldið en leiknum var frestað vegna vallarskilyrða.

„Hann kemur hingað úr fjögurra vikna fríi og þarf að losa sig við nokkur kíló. Það er nauðsynlegt að gefa honum tíma til að komast í æfingu. Fyrstu kynni af honum eru góð og hann sýndi áhugaverða hluti í spili. Þetta er klókur strákur og léttur í lund og ætti að komast mjög fljótt inn í hópinn,“ sagði Paul Fischer, aðstoðarþjálfari Nancy, á vef félagsins.

Í dag fer Veigar með liði Nancy í æfingabúðir við Miðjarðarhafið, rétt hjá landamærum Frakklands og Spánar, en þar býr liðið sig undir leik gegn Toulouse í frönsku deildakeppninni sem fram fer á laugardagskvöldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert