Barcelona burstaði Deportivo La Coruna

Samuel Eto'o skoraði tvö af mörkum Börsunga í kvöld.
Samuel Eto'o skoraði tvö af mörkum Börsunga í kvöld. Reuters

Barcelona náði í kvöld 15 stiga forskoti á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu þegar liðið burstaði Deportivo La Coruna, 5:0, en liðin áttust við á Nou Camp heimavelli Börsunga. Eiður Smári Guðjohnsen sat á varamannabekk Barcelona allan tímann.

Thierry Henry og Samuel Eto'o gerðu tvö mörk hvor fyrir Barcelona og Lionel Messi eitt en yfirburðir Börsunga voru algjörir og fátt getur komið í veg fyrir að liðið verði Spánarmeistari í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert