Fanndís með sinn fyrsta landsleik

Fanndís Friðriksdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik í gær.
Fanndís Friðriksdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik í gær. Friðrik Tryggvason

Fanndís Friðriksdóttir, 18 ára knattspyrnukona úr Breiðabliki, lék í gær sinn fyrsta A-landsleik þegar hún kom inn á sem varamaður gegn Danmörku í Algarve-bikarnum.

Fanndís er frá Vestmannaeyjum og á ekki langt að sækja fótboltaáhugann en faðir hennar er Friðrik Friðriksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður.

Þá er Guðrún Sóley Gunnarsdóttir orðin fimmta landsleikjahæsta knattspyrnukona Íslands. Hún lék sinn 57. landsleik í gær og hefur á mótinu í Portúgal farið upp fyrir þær Guðlaugu Jónsdóttur og Erlu Hendriksdóttur á landsleikjalistanum. Guðrún hefur nú leikið 25 landsleiki í röð, síðan haustið 2006, og alla í byrjunarliði Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert