Figo til í að spila í Kína

Figo fagnar 17 meistaratitli Inter á dögunum að hætti hússins. …
Figo fagnar 17 meistaratitli Inter á dögunum að hætti hússins. Kannski hann skáli í kínverskum bjór á næstu leiktíð. Reuters

Louis Figo, eða Loðvík Fíkja eins og Kristinn R. Ólafsson nefndi hann um árið, segir vel koma til greina að spila utan Evrópu á næstu leiktíð og hefur nefnt lönd eins og Japan, Bandaríkin og Kína í því sambandi.

Figo, sem er 36 ára gamall, verður laus undan samningi hjá Inter nú í sumar. Hans bestu ár eru að baki og þá er ekki óalgengt að leikmenn af hans stærðargráðu kjósi að spila í lakari deildum, fyrir himinháar upphæðir.

„Ég er enn að bíða eftir símtölum utan Evrópu, frá Bandaríkjunum eða Japan. Ég er einnig tilbúinn að skoða tilboð frá CSL deildinni (Chineese Soccer League),“ sagði Figo við kínverska íþróttablaðið Titan Sports.

Ekki eru mörg fordæmi fyrir frægum evrópskum leikmönnum í kínversku deildinni, en þó lék hinn platínuhærði lífskúnstner Paul Gascoigne með 2. deildar liðinu Gansu Tianma árið 2003, og hinn hrokkinhærði miðvallarleikmaður AS Roma til margra ára, Damiano Tommasi, spilar nú með Tianjin Teda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert