Óvæntur sigur Bandaríkjanna á Spáni

Dempsey skorar annað mark Bandaríkjanna eftir varnarmistök Sergio Ramos í …
Dempsey skorar annað mark Bandaríkjanna eftir varnarmistök Sergio Ramos í leiknum í kvöld. Reuters

Bandaríkjamenn eru komnir í úrslitaleik Álfukeppninnar í knattspyrnu, eftir 2:0 sigur gegn Evrópumeisturum Spánverja í kvöld. Mæta þeir annaðhvort Brasilíu eða Suður-Afríku í úrslitaleik, en síðari undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun.

Fyrsta mark leiksins kom á 27. mínútu þegar Jozy Altidore skoraði framhjá Casillas í markinu. Staðan var 1:0 í hálfleik, en á 74. mínútu bætti Clint Dempsey öðru marki við fyrir Bandaríkin.

Michael Bradley fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á 86. mínútu og missir því af úrslitaleiknum.

Er þetta fyrsta tap Spánar síðan í febrúar 2007, en liðið hafði fram að þessu leikið 35 leiki án taps, sem er jöfnun á meti Brasilíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert