Glæsilegur sigur KR á Larissa

Úr leik KR og gríska liðsins Larissa sem nú stendur …
Úr leik KR og gríska liðsins Larissa sem nú stendur yfir á KR-velli. mbl.si/Eggert

KR-ingar unnu tveggja marka glæsilegan sigur gríska liðinu Larissa á KR-vellinum í kvöld í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Baldur Sigurðsson og Björgólfur Takefusa fyrir KR í síðari hálfleik. Síðara markið var gert á síðustu mínútu leiksins.

KR-ingar léku afar vel og mikill skynsemi leiknum. Þeir létu Grikkina aldrei teyma sig út úr stöðum sínum með þeim afleiðingum að leikmenn Larissa náðu aldrei að skapa sér veruleg tækifæri þrátt fyrir að þeir væri meira með boltann en KR-ingar. Lið KR var síðan beitt í skyndisóknum sínum og var nærri því búið að skora eitt mark til viðbótar þegar Björgólfur fékk dauðafæri á 83. mínútu.

Tveggja marka sigur KR er gott veganesti fyrir síðari leikinn sem fram fer í Grikklandi eftir rétta viku.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Byrjunarlið KR: (4-5-1) Stefán Logi Magnússon - Skúli Jón Friðgeirsson, Mark Rudgers, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Jordao - Óskar Örn Hauksson, Baldur Sigurðsson, Jónas Guðni Sævarsson, Bjarni Guðjónsson, Gunnar Jónsson - Guðmundur Benediktsson.
Varamenn: Atli Jónasson (M), Guðmundur Pétursson, Eggert Einarsson, Prince Mathilda, Gunnar Kristjánsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Björgólfur Takefusa.

Byrjunarlið Larissa: (4-3-3) Dino Serement - Theodoros Tripotseris, Nikos Dabizas (F), Naim Arab, Michail Boukouvalas - Nikolaos Vlasopoulos, Walter Iglesias, Romeu -  Aleksandar Stimic, Athanasios Tsigkas, Salim Tuama.  
Varamenn: Marcin Malarz (M), SavyasmSiatravanis, Dimitrios Kolovetsios, Andreas Lampropoulos, Dimitrios Balis, Axel Müller.

KR-ingar taka á móti Larissa í kvöld.
KR-ingar taka á móti Larissa í kvöld. mbl.is
KR 2:0 Larissa opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert