1. deild karla: Leiknismenn fengu stig á Ásvöllum

Trausti Björn Ríkharðsson úr ÍR og Hörður Árnason úr HK …
Trausti Björn Ríkharðsson úr ÍR og Hörður Árnason úr HK í fyrri leik liðanna. mbl.is/Golli

Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. ÍR og HK mættust í Mjóddinni, Víkingur Ó. og Víkingur R. í Ólafsvík og Haukar mættu Leikni R. á Ásvöllum.  Reykjavíkurliðunum gekk vel í kvöld. ÍR-ingar sigruðu HK 3:1, Víkingur R burstaði Víking í Ólafsvík 4:1 og Leiknir náði jafntefli við Hauka 1:1. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

20.00 ÍR - HK 3:1

- Leiknum er lokið með sigri ÍR 3:1.

3:1 Árni Freyr Guðnason skoraði þriðja mark ÍR á 79. mínútu með skalla frá vítateig en markvörður HK var illa staðsettur. 

2:1 ÍR-ingar sluppu með skrekkinn þegar Rúnar Már Sigurjónsson skaut fram hjá úr vítaspyrnu á 35. mínútu.

2:1 ÍR-ingar eru komnir yfir. Haukur Ólafsson skoraði úr vítaspyrnu á 19. mínútu. Vítaspyrnan var dæmt vegna þess að knötturinn fór í hönd eins leikmanns HK.

1:1 Það tók ÍR-inga ekki langan tíma að kvitta. Eyþór Guðnason fyrrum leikmaður HK fékk boltann innan vítateigs eftir varnarmistök og þrumaði honum í hornið.

0:1 Calum Þór Bett þrumaði knettinum í netið hjá Breiðhyltingum á 5. mínútu eftir undirbúning Leifs Andra Leifssonar. Annað glæsimark hjá Bett á skömmum tíma. 

20.00 Víkingur Ó. - Víkingur R. 1:4

- Leiknum er lokið með sigri Víkinga frá Reykjavík 4:1.

1:4 Ólsurum tókst að klóra í bakkann á 87. mínútu og þar var að verki Fannar Hilmarsson með sitt 4 mark í síðustu 3 leikjum.

0:4 Gestirnir eru ekki hættir í Ólafsvík. Marteinn Briem var að bæta við fjórða markinu á 70. mínútu.

0:3 Daninn fullkomnaði þrennu sína á 44. mínútu þegar hann lagði boltann í netið af stuttu færi.

0:2 Jakob Spangsberg var aftur á ferðinni á 18. mínútu. Komst í færi eftir varnarmistök og þrumaði knettinum í stöngina og inn.

0:1 Gestirnir úr Fossvoginum hafa tekið forystuna í Ólafsvík. Daninn Jakob Spangsberg skoraði eftir hornspyrnu á 10. mínútu. Enn og aftur fá Ólsarar á sig mark á fyrstu 10 mínútum.

20.00 Haukar - Leiknir R. 1:1

Leiknum er lokið með jafntefli 1:1.

1:1 Hafnfirðingum hefur tekist að jafna metin. Hilmar Geir Eiðsson skoraði með frábæru skoti af um 30 metra færi. 

0:1 Breiðhyltingar eru komnir með forystu á Ásvöllum í Hafnarfirði. Skoruðu þeir úr vítaspyrnu á 58. mínútu og þar var að verki Fannar Þór Arnarsson.

- Þrátt fyrir nokkuð fjörugan fyrri hálfleik tókst liðunum ekki að skora.

- Leikurinn í Hafnarfirðinum hófst 15 mínútum á eftir áætlun. 

Þorvaldur Sveinsson úr Víkingi R. í fyrri leiknum gegn Víkingi …
Þorvaldur Sveinsson úr Víkingi R. í fyrri leiknum gegn Víkingi Ó. í vor. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert