Tveir leikmenn í 12 mánaða keppnisbann

Joao Ramos Rocha og Afrim Haxholli, leikmenn fótboltaliðs Afríku sem leikur í 3. deild voru í dag úrskurðaðir í 12 mánaða keppnisbann á fundi aganefndar Knattspyrnusambands Íslands. Rocha og Haxholli réðust m.a. á dómara í leik liðsins í gærkvöld gegn Ými og var lögregla kölluð á svæðið í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert