Frakkar mörðu Færeyinga í Þórshöfn

Andre-Pierre Gignac markaskorari Frakka hefur betur gegn varnarmanni Færeyinga.
Andre-Pierre Gignac markaskorari Frakka hefur betur gegn varnarmanni Færeyinga. Reuters

Frakkar mörðu Færeyinga, 1:0, í 7. riðli undankeppni HM í knattspyrnu en leik þjóðanna var að ljúka í Þórshöfn í Færeyjum. Eina mark leiksins skoraði Andre Pierre Gignac á 42. mínútu leiksins. Frakkar eru í öðru sæti í riðlinum með 13 stig, eru fimm stigum á eftir Serbum, en Færeyingar eru neðstir með 1 stig.

Þjóðverjar eru á beinu brautinni í 4. riðlinum en þeir lögðu Aserbaídsjan, 0:2, í Baku. Bastian Schweinsteiger og Miroslav Klose gerðu mörkin, sitt í hvorum hálfleik. Þjóðverjar hafa 19 stig eftir sjö leiki og tróna í toppsætinu en næstir koma Rússar með 15 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert