Witsel fékk langt keppnisbann

Axel Witsel leikur ekki fótbolta næstu vikurnar.
Axel Witsel leikur ekki fótbolta næstu vikurnar. Reuters

Axel Witsel leikmaður fótboltaliðsins Standard Liege í Belgíu var í gær úrskurðaður í 11 leikja bann vegna atviks sem átti sér stað um s.l. helgi.  Witsel „tæklaði“ Marcin Wasilevski leikmann Anderlecht með þeim afleiðingum að pólski bakvörðurinn brotnaði afar illa á hægra fæti. Hlaut hann opið beinbrot á sköflungnum og verður hann frá keppni í allt að 12 mánuði.

Myndband af atvikinu á youtube.

„Þetta var óhapp. Ég gerði þetta ekki með vilja og ég spila ekki fótbolta til þess að brjóta bein í mótherjanum,“  sagði Witsel í gær en stuðningsmenn Anderlecht hafa sent honum ýmsar hótanir á undanförnum dögum. Þar á meðal líflátshótanir.

Witsel getur ekki leikið með Standard Liege fyrr en í lok nóvember og missir hann af 10 deildarleikjum og einum bikarleik.

Wasilevski hefur farið í eina aðgerð á fætinum og fer hann í aðra aðgerð fljótlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Sigurður F. Sigurðarson: Rugl
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert