Roar Strand norskur meistari í 15. sinn

Roar Strand.
Roar Strand. rbk.no

Rosenborg frá Þrándheimi fagnaði meistaratitlinum í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær eftir 2:0 sigur á útivelli gegn „erkifjendunum“ í Molde. Þetta er í 21. sinn sem Rosenborg fagnar meistaratitlinum í Noregi.

Fjórar umferðir eru eftir í deildarkeppninni en Rosenborg er með 17 stiga forskot með 19 sigurleiki og 7 jafntefli. Liðið á enn eftir að tapa. Roar Strand leikmaður Rosenborg varð meistari í 15. sinn á ferlinum en hann hefur einnig fimm sinnum fagnað bikarmeistaratitlinum. Strand hefur samið við Rosenborg til eins árs en hann er 39 ára gamall og verður fertugur á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert