Guðrún frá í vikur eða mánuði

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir leikur ekki gegn Frökkum og Norður-Írum.
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir leikur ekki gegn Frökkum og Norður-Írum. mbl.is/Golli

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, ein reyndasta landsliðskona Íslands í knattspyrnu, missir af leikjunum gegn Frökkum og Norður-Írum í undankeppni HM síðar í þessum mánuði.

Guðrún hefur ekki jafnað sig að fullu eftir höfuðhögg sem hún fékk í fyrsta leik Íslands á EM í Finnlandi í ágúst, gegn Frakklandi. Hún lék áfram út keppnina en hefur síðan þurft að sleppa leikjum með Djurgården í Svíþjóð. Hún lék heldur ekki með landsliðinu gegn Eistlandi í síðasta mánuði af þessum sökum.

Að sögn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar landsliðsþjálfara þarf Guðrún að taka sér algjöra hvíld frá knattspyrnu í einhverjar vikur, jafnvel mánuði, til að fá sig góða á ný.

Þetta er mikið áfall fyrir landsliðið þar sem Guðrún hefur verið í stóru hlutverki í varnarleik þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka