Gylfi hefur náð samkomulagi við Hoffenheim - Er á leið í læknisskoðun

Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Reading.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Reading. www.readingfc.co.uk

Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu hefur náð samkomulagi við þýska liðið Hoffenheim um ganga til liðs við félagið og hafa Hoffenheim og Reading sömuleiðis náð samningum um kaupverðið. 

Gylfi er þessa stundina á leið frá London til Þýskalands. Hann gengst undir læknisskoðun hjá Hoffenheim í dag og standist hann þá skoðun mun hann skrifa undir fjögurra ára samning við félagið.

Samkvæmt heimildum mbl.is greiðir Hoffenheim á annan milljarð króna fyrir Gylfa Þór og hann verður með einn dýrasti knattspyrnumaður Íslands sögunnar. Hann fær keppnistreyju númer 10 hjá Hoffenheim, sem trónir á toppi þýsku Bundesligunnar eftir tvær umferðir.

Gylfi er í íslenska A-landsliðshópnum sem mætir Norðmönnum í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum á föstudaginn og Dönum á Parken á þriðjudaginn í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert