Markalaust í Garðabænum

Jóhann Laxdal sækir að marki Víkings í leiknum í dag …
Jóhann Laxdal sækir að marki Víkings í leiknum í dag en Sigurður Egill Lárusson og Hörður S. Bjarnason eru til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan og Víkingur R. gerðu markalaust jafntefli í 2. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Stjörnuvellinum í Garðabæ í dag.

Leikurinn var  fjörugur framan af og liðin áttu sitt hvort skotið í slá og stöng auk ágætra marktækifæra. Eftir það dofnaði smám saman yfir leiknum. Stjarnan var sterkari aðilinn í heildina en Víkingar vörðust vel og hafa ekki fengið á sig mark í tveimur fyrstu umferðunum.

Víkingar eru komnir með 4 stig en Stjarnan er með aðeins eitt stig eftir fyrstu tvo leikina.

Lið Stjörnunnar: Magnús Karl Pétursson, Jóhann Laxdal, Nikolaj Hagelskjær, Daníel Laxdal, Hafsteinn Rúnar Helgason, Björn Pálsson, Víðir Þorvarðarson, Hörður Árnason, Halldór Orri Björnsson, Þorvaldur Árnason, Garðar Jóhannsson.
Varamenn: Hilmar Þór Hilmarsson, Birgir Rafn Baldursson, Bjarki Páll Eysteinsson, Jesper Holdt Jensen, Aron Grétar Jafetsson, Davíð Guðjónsson (M), Grétar Atli Grétarsson.

Lið Víkings: Magnús Þormar, Walter Hjaltested, Mark Rutgers, Egill Atlason, Hörður S. Bjarnason, Denis Abdulahi, Sigurður Egill Lárusson, Baldur I. Aðalsteinsson, Halldór Smári Sigurðsson, Pétur Georg Markan, Helgi Sigurðsson.
Varamenn: Ingólfur Þórarinsson, Kjartan Dige Baldursson, Tómas Guðmundsson, Marteinn Briem, Aron Elís Þrándarson, Gunnar Helgi Steindórsson, Skúli Sigurðsson (M).

Stjarnan 0:0 Víkingur R. opna loka
90. mín. Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) fær gult spjald fyrir brot
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert