Eyjólfur skoraði og Ólafur rekinn útaf

Ólafur Ingi Skúlason fékk rauða spjaldið.
Ólafur Ingi Skúlason fékk rauða spjaldið. mbl.is/Ómar

Eyjólfur Héðinsson skoraði síðara mark SönderjyskE í kvöld þegar liðið lagði AaB á útivelli, 2:1, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Eyjólfur kom SönderjyskE í 2:0 í fyrri hálfleiknum en heimamenn minnkuðu muninn í seinni hálfleik. Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði SönderjyskE, var rekinn af velli undir lok leiksins. Lið þeirra bjargaði sér frá falli með sigrinum.

Arnór Smárason og félagar í Esbjerg eygja enn von um að halda sér í deildinni eftir 2:1 sigur á Horsens í kvöld. Fyrir lokaumferðina eru AaB og Lyngby með 35 stig, Randers 33 og Esbjerg 32 stig en tvö þessara liða falla.

OB burstaði FC Köbenhavn, 3:0, og gulltryggði sér annað sætið í deildinni. Rúrik Gíslason hjá OB og Sölvi Geir Ottesen hjá FC Köbenhavn misstu báðir af leiknum vegna meiðsla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert