Haraldur Freyr í landsliðshópinn

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á æfingu í Kórnum í gær.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á æfingu í Kórnum í gær. mbl.isErnir Eyjólfsson

Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga hefur verið kallaður inn í íslenska A-landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvellinum á laugardagskvöldið. Haraldur tekur sæti Ragnars Sigurðssonar sem dró sig út úr hópnum en Ragnar skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við danska meistaraliðið FC Köbenhavn.

Haraldur, sem er 30 ára gamall, á að baki tvo leiki með A-landsliðinu. Hann kom við sögu í 4:1 sigri gegn Suður-Afríku í vináttuleik árið 2005 og þá lék gegn Ungverjum í undankeppni HM 2006 þegar Íslendingar töpuðu á heimavelli, 3:2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert