Ísland mætir Þýskalandi í leik um bronsið

Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað stúlkum 17 ára og yngri, leikur við Þjóðverja um bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Sviss á sunnudaginn. Frakkar mæta Spánverjum í úrslitaleik.

Þjóðverjar töpuðu fyrir Frökkum í undanúrslitaleik í dag, 6:5, eftir  vítaspyrnukeppni. Staðan var jöfn eftir venjulega leiktíma og framlengingu, 2:2. Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingu.

Þjóðverjar komust yfir í leiknum snemma en Frakkar svöruðu með tveimur mörkum á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Þýska liðið jafnaði metin á 68. mínútu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert