Öruggt hjá Dönum á Kýpur

Dennis Rommedahl skoraði tvívegis í kvöld.
Dennis Rommedahl skoraði tvívegis í kvöld. Reuters

Danir skutust í kvöld á toppinn í H-riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM í knattspyrnu karla um stundarsakir að minnsta kosti.

Danir fóru til Kýpur og unnu 4:1 stórsigur og lögðu grunninn að sigrinum strax í fyrri hálfleik en að honum loknum var staðan 4:1. Gamla kempan Dennis Rommedahl skoraði tvívegis fyrir Dani og þeir Mihcael Krohn-Dehli og Lars Jacobsen eitt mark hvor. Andreas Avraam svaraði fyrir Kýpur.

Danmörk hefur 16 stig að 7 leikjum loknum og mætir Portúgal á þriðjudaginn í lokaleik liðanna í riðlinum en Portúgal er með 13 stig og getur komist upp í 16 með sigri á Íslendingum í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert