Ívar Ingimarsson á leið í Hött?

Ívar Ingimarsson lék með Reading í 8 ár og fer …
Ívar Ingimarsson lék með Reading í 8 ár og fer hér fyrir sínu liði sem fyrirliði. www.readingfc.co.uk

Ívar Ingimarsson er hættur sem atvinnumaður í knattspyrnu eftir tólf ár á Englandi og flytur til Íslands á næstu mánuðum. Ef hann spilar með íslensku liði á komandi keppnistímabili eru allar líkur á að það verði með Hetti, nýliðunum í 1. deildinni, því Ívar og fjölskylda hans hafa ákveðið að setjast að á Egilsstöðum og fara beint þangað frá Englandi.

Ívar gekk endanlega frá sínum málum við Ipswich Town í gær en eins og áður hefur komið fram gerðu hann og félagið samkomulag í síðustu viku um að rifta samningnum. Ívar kom til Ipswich frá Reading síðasta sumar.

Rætt er við Ívar Ingimarsson um heimkomuna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert