Ísland mætir Þýskalandi, Noregi og Hollandi

Ómar Smárason, Edda Garðarsdóttir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Klara Bjartmarz …
Ómar Smárason, Edda Garðarsdóttir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Klara Bjartmarz í Gautaborg í kvöld þegar drátturinn fyrir EM var að hefjast. Ljósmynd/Pixbild

Ísland mætir Evrópumeisturum Þýskalands ásamt Noregi og Hollandi í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu næsta sumar en dregið var í riðla í Gautaborg rétt í þessu.

Ísland var líka með Þýskalandi og Noregi í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi 2009 og tapaði þá 0:1 fyrir báðum liðunum.

Ísland er eitt tólf liða sem leika um Evrópumeistaratitilinn í Svíþjóð dagana 10.-28. júlí. Liðin 12 voru dregin í þrjá riðla, með fjórum liðum hver. Eitt lið úr styrkleikaflokki 1, eitt úr styrkleikaflokki 2 og tvö úr styrkleikaflokki 3 fóru í hvern riðlanna þriggja.

Styrkleikaflokkur 1:
Svíþjóð, Þýskaland, Frakkland.

Styrkleikaflokkur 2:
England, Noregur, Ítalía.

Styrkleikaflokkur 3:
Ísland, Danmörk, Finnland, Spánn, Rússland, Holland.

Niðurstaðan varð þessi:

A-RIÐILL:
Svíþjóð
Ítalía
Danmörk
Finnland
Leikið í Gautaborg og Halmstad.

B-RIÐILL:
Þýskaland
Noregur
Holland
Ísland
Leikið í Växjö og Kalmar.

C-RIÐILL:
Frakkland
England
Rússland
Spánn
Leikið í Norrköping og Linköping.

Tvö efstu lið í hverjum riðli komast í átta liða úrslit, ásamt þeim tveimur liðum sem ná bestum árangri í þriðja sæti.

Liðin sem falla út eru því neðsta liðið í hverjum riðli og liðið sem  verður með lakastan árangur í þriðja sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert