Pellegrino rekinn

Mauricio Pellegrino.
Mauricio Pellegrino. AFP

Mauricio Pellegrino var í kvöld rekinn frá störfum sem þjálfari spænska fyrstudeildarliðsins Valencia en hann fékk reisupassann eftir 5:2-tap liðsins gegn Real Sociead á heimavelli.

Valencia er í 11. sæti spænsku 1. deildarinnar og er heilum 22 stigum á eftir toppliði Barcelona.

Pellegrino tók við þjálfun Valencia í vor en hann lék með liðinu í sjö ár og þá lék hann meðal annars með Liverpool og spilaði 12 leiki með liðinu árið 2005.

Pellegrino var aðstoðarmaður Rafels Benítez hjá Liverpool og Inter en hann er Argentínumaður sem á að baki þrjá leiki með Argentínumönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert