Rúrik í myndatöku í dag

Rúrik Gíslason í Evrópuleik með FC Köbenhavn.
Rúrik Gíslason í Evrópuleik með FC Köbenhavn. epa

Rúrik Gíslason, leikmaður FCK og landsliðsmaður í knattspyrnu, fer í myndtöku á fæti í dag en hann féll högg á hann í gær í viðureign FCK og Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Þurfti Rúrik að fara af leikvelli eftir að hafa lagt upp sigurmark FCK í leiknum.

Haft er eftir Rúrik í dönsku fjölmiðlum í morgun hann  reikni ekki með að meiðslin séu alvarleg en það komi þó betur í ljós þegar myndirnar verði skoðaðar. Rúrik hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu en nú styttist í viðureignirnar við Króata í umspili um HM sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert