Naumt tap í toppslag

Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. EPA

IFK Kristiandstad, lið Ólafs Andrésar Guðmundssonar, tapaði naumlega fyrir Alingsås á útivelli í toppslag sænsku úrvaldeildarinnar í handknattleik í dag, 27:26, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 15:10.

Ólafur skoraði sex mörk í leiknum og var að vanda aðsópsmikill. Eftir slæma byrjun áttu leikmenn Kristianstad alltaf á brattann að sækja í síðari hálfleik.

Þrátt fyrir tapið er IFK Kristiandstad ennþá efst í deildinni. Liðið hefur 37 stig að loknum 23 leikjum. Alingsås er í öðru sæti með 34 stig en hefur leikið einum leik meira. Íslendingaliðin Guif og Lugi eru síðan ekki langt undan með 33 stig, hvort lið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert