Efnilegur fótboltamaður lét lífið í hörmulegu slysi

Gunnar Zachariasen, til hægri.
Gunnar Zachariasen, til hægri. Ljósmynd/streymur.fo

Færeyskur fótbolti er í mikilli sorg eftir að einn af efnilegustu knattspyrnumönnum Færeyja, Gunnar Zachariasen, lét lífið hörmulegu slysi í Þórshöfn í gærkvöld.

Zachariasen, sem var 22 ára gamall, lést samstundis þegar kassar með frosnum fiski lentu ofan á honum þar sem hann vann við löndun afla úr grænlenskum togara.

Zachariasen lék með EB/Streymur í heimalandi sínu en hann var um tíma á mála hjá danska úrvalsdeildarliðinu Bröndby. Hann átti leiki með U-21 ára landsliði Færeyja og var viðloðandi A-landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert